Afturelding sigraði Víking Ó.

Víkingar eru í neðsta sæti 1. deildarinnar.
Víkingar eru í neðsta sæti 1. deildarinnar. mbl.is/Ómar

Afturelding hafði betur gegn Víkingi Ólafsvík í Mosfellsbænum í kvöld, 3:0, þegar liðin áttust við í þrettándu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

8. mín. Afturelding komst í 1:0 þegar Sigurður Helgi Harðarson skallaði boltann yfir Einar Hjörleifsson markvörð Víkinga eftir fyrirgjöf frá hægri.

43. mín. Sigurður Helgi Harðarson bætti við sínu öðru marki og kom Aftureldingu í 2:0 með föstu skoti.

45. mín. Það voru komnar tvær mínútur fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleiknum þegar Afturelding fékk víti. Paul Clapson tók spyrnuna og skaut í átt að vinstra markhorninu en Einar Hjörleifsson vítabani stóð undir nafni og varði skotið.

Háfleikur. Afturelding fór með tveggja marka forystu inní búningsklefa.

67. mín. Rannver Sigurjónsson sólaði sig í gegnum vörn Víkinga og var kominn í dauðafæri við markteigslínuna þegar hann skaut yfir Einar markvörð en jafnframt yfir þverslána.

77. mín. Elínbergur Sveinsson tók aukaspyrnu rétt utan vítateigs Aftureldingar og þrumaði boltanum í átt að bláhorninu en Kjartan markvörður varði glæsilega.

79. mín. Paul Clapson fékk boltann óvænt í markteig Víkinga og skaut að marki en Einar gerði mjög vel í að verja.

82. mín. Það var Wentzel Steinarr Kamban sem kom Aftureldingu í 3:0 þegar hann þrumaði boltanum í netið úr teignum eftir sendingu frá Rannveri Sigurjónssyni.

Leik lokið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert