Handarbrotinn Zlatan úthúðar Ítalíu

Zlatan fyrir framan merki Barcelona, ánægður með lífið og tilveruna.
Zlatan fyrir framan merki Barcelona, ánægður með lífið og tilveruna. Reuters

Svíinn Zlatan Ibrahimovic, sem í dag gengur til liðs við Barcelona frá Inter í Mílanó, ber Ítalíu ekki vel söguna, eða ítalskri knattspyrnu, þó svo hann hafi verið markakóngur Seria A með 25 mörk á síðasta keppnistímabili og fagnað Scudetto-inum með Inter.

„Hvenær fór ég að hugsa um að fara frá Inter? í desember, fyrir jól. Því meira sem ég sá af leikjum Barcelona, þeim mun meira vildi ég fara. Ennfremur, þá var ég orðinn hundleiður á Ítalíu, á Mílanó, ég þurfti breytingu,“ sagði Zlatan og neitaði að gefa upp hvort hann hefði verið hæstlaunaðasti knattspyrnumaður heims er hann var hjá Inter.

Zlatan gekkst undir læknisskoðun í morgun, þar sem kom í ljós að hann er handarbrotinn á vinstri hönd eftir æfingarleik með Inter gegn Chelsea í síðustu viku, en ekki er talið að hann verði lengi frá vegna meiðslanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert