Maradona setur ofan í við Pelé

Maradona segist betri en Pelé.
Maradona segist betri en Pelé. Reuters

Diego Armando Maradona, landsliðsþjálfari Argentínu, og einn besti knattspyrnumaður allra tíma, sagði í dag að hann hefði verið betri leikmaður en Pelé, sem skoraði yfir 1000 mörk á ferlinum, auk þess að vinna þrjá heimsmeistaratitla með Brasilíu.

„Það sem skiptir máli er að fólkið kaus mig og setti hann í annað sætið. Enginn getur tekið það frá mér. Í annarri  kosningu í Brasilíu varð hann annar á eftir Ayrton Senna. Hann þarf að hætta að vera alltaf í öðru sæti,“ sagði Maradona, en hann vísaði til netkosningar á vefsvæði FIFA árið 2000, þar sem almenningur kaus besta knattspyrnumann frá upphafi.

„Ég spilaði í Evrópu í 10 ár meðan Pelé var að þvælast í Suður- Ameríku. Jú, hann vann þrjá HM titla og allt það, en að spila í Evrópu er annað og meira en að segja það. Ekki að það geri mig miklu betri, en þegar ég spilaði voru sífellt settir á mig yfirfrakkar, sem voru eins og veiðihundar á eftir mér. Þeir létu mig ekki í friði.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert