Garðar sá um HK í 2:0 sigri Hauka

Haukar eru í harðri baráttu um að komast upp í …
Haukar eru í harðri baráttu um að komast upp í efstu deild. Heiðar Kristjánsson

Haukar lönduðu gríðarlega mikilvægum sigri í toppbaráttu 1. deildar í kvöld gegn HK á Kópavogsvelli. Garðar Ingvar Geirsson skoraði bæði mörk Hauka. Með sigrinum náðu Haukar þriggja stiga forskoti á HK í baráttunni um efstu sætin en Selfoss er efst með 41 stig, Haukar eru með 38 stig og HK 35. Fylgst var með gangi mála á Kópavogsvelli í beinn textalýsingu á mbl.is.

HK á eftir tvo leiki í deildinni gegn ÍA á útivelli og KA á heimavelli. Haukar mæta Selfyssingum í næst síðustu umferð á heimavelli og lokaleikur liðsins er gegn Þórsurum á Akureyri. 

Byrjunarlið HK: Gunnleifur Gunnleifsson - Stefán Eggertsson, Atli Valsson, Hörður Árnason, Leifur Andri Leifsson, Brynjar Víðisson, Damir Muminovic, Almir Cosic, Þórður Birgisson, Hörður Magnússon, Aaron Palomares. Varamenn: Ögmundur Ólafsson, Davíð Magnússon, Rúnar Már Sigurjónsson, Zlatko Krickic, Calum Þór Bett, Axel Birgisson.

Byrjunarlið Hauka
:  Amir Mehica – Guðjón Pétur Lýðsson, Úlfar Hrafn Pálsson, Jónas Bjarnason, Hilmar Rafn Arnarsson, Hilmar Geir Eiðssson, Þórhallur Dan Jóhannsson, Pétur Ásbjörn Sæmundsson, Garðar Ingvar Geirsson, Stefán Daníel Jónsson. Varamenn: Sindri Örn Steinarsson, Goran Lukic, Þórir Guðnason, Jónmundur Grétarsson, Stefán Daníel Jónsson.


 
HK 0:2 Haukar* opna loka
90. mín. Damir Muminovic (HK) fær gult spjald Fyrir brot.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert