Pétur: Hefði viljað fleiri mörk

Pétur Pétursson t.v. ásamt Ólafi Jóhannessyni.
Pétur Pétursson t.v. ásamt Ólafi Jóhannessyni. Eggert Jóhannesson

„Við lékum frábærlega framan fyrri hálfleik en í stöðunni 2:0 var eins og við hættum bara að gera það sem höfðum gert vel og fært okkur þetta forskot. Þá fórum við flækja leikinn óþarflega mikið,“ sagði Pétur Pétursson, aðstoðarmaður Ólafs Jóhannessonar, landsliðsþjálfara í knattspyrnu, eftir sigur Íslands á Georgíu, 3:1, í vináttulandsleik í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld.

„Í stað þess að flækja leikinn þá áttum við að halda áfram að leika eins við höfðum gert. Sem betur fer tókst að taka upp þráðinn með einfaldari leik í síðari hálfleik og við unnum mjög sannfærandi sigur þótt ég viðurkenni að ég hefði viljað að við skoruðum fleiri mörk. En heilt yfir þá getum við dregið þann lærdóm að þessum leik að við verðum að gæta þess að halda okkur við það sem getum gert og höfum verið að gera vel, ekki ætla okkur að flækja hlutina fyrir okkur að óþörfu,“ sagði Pétur Pétursson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert