Haukar í úrvalsdeild með sigri á Selfyssingum

Leikmenn Hauka fögnuðu vel og innilega í leikslok.
Leikmenn Hauka fögnuðu vel og innilega í leikslok. Morgunblaðið/Eggert

Haukar úr Hafnarfirði tryggðu sér í dag sæti í úrvalsdeild karla í knattspyrnu á nýjan leik eftir 3:2 sigur á toppliði 1. deildar, Selfossi. Þessi lið leika því bæði í úrvalsdeild að ári. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Selfyssingar komust yfir snemma leiks en Haukar breyttu stöðunni í 2:1 í fyrri hálfleik. Þeir komust svo í 3:1 með glæsimarki Úlfars Hrafns Pálssonar á 78. mínútu áður en Selfyssingar minnkuðu muninn undir lok leiksins.

Selfoss hefði með jafntefli tryggt sér 1. deildartitilinn en liðið verður að bíða þar til í síðustu umferð til að ná honum.

Lið Hauka: Amir Mehica - Stefán Daníel Jónsson, Ísak Örn Einarsson, Þórhallur Dan Jóhannsson, Jónas Bjarnason - Hilmar Geir Eiðsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Hilmar Trausti Arnarsson, Ásgeir Þór Ingólfsson, Úlfar Hrafn Pálsson - Garðar Ingvar Geirsson.

Lið Selfoss: Jóhann Ólafur Sigurðsson - Jón Steindór Sveinsson, Stefán Ragnar Guðlaugsson, Henning Eyþór Jónasson, Andri Freyr Björnsson - Guðmundur Þórarinsson, Jón Guðbrandsson, Arilíus Marteinsson, Einar Ottó Antonsson, Ingólfur Þórarinsson - Sævar Þór Gíslason.

Fögnuðurinn á Ásvöllum var gríðarlegur.
Fögnuðurinn á Ásvöllum var gríðarlegur. Morgunblaðið/Eggert
Haukar* 3:2 Selfoss opna loka
90. mín. Arilíus Marteinsson (Selfoss) fær hornspyrnu
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert