Gunnlaugur hættur með Selfoss

Gunnlaugur Jónsson
Gunnlaugur Jónsson mbl.is/Guðmundur Karl

Stjórn og meistaraflokksráð Knattspyrnudeildar Selfoss og Gunnlaugur Jónsson, fráfarandi þjálfari liðsins og verðandi þjálfari Vals, hafa komist að samkomulagi um að Gunnlaugur láti af störfum sem þjálfari.

Send var út fréttatilkynning þar af lútandi síðdegis og fer hún hér á eftir:

Stjórn og meistaraflokksráð  Knattspyrnudeildar UMF Selfoss og Gunnlaugur Jónsson hafa komist að samkomulagi  um að hann láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla frá og með deginum  í dag að telja.

Mikið hefur verið fjallað um mál þetta í  fjölmiðlum og harma aðilar það fjaðrafok sem orðið hefur. Ákvörðun um starfslok  er tekin sameiginlega í því skyni að bæði Selfoss sem og Gunnlaugur geti  einbeitt sér að næstu verkefnum sínum.

Knattspyrnudeild UMF Selfoss þakkar  Gunnlaugi fyrir góð störf fyrir félagið og mun framlag hans til knattspyrnumála  á Selfossi svo sannarlega skila sér til framtíðar fyrir félagið sem og samfélagið á svæðinu. Gunnlaugur þakkar leikmönnum, aðstoðarmönnum, stjórn og  stuðningsmönnum fyrir ánægjulegt og gefandi  samstarf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert