Atli hættur hjá KR-ingum

Atli Jóhannsson í leik með KR-ingum í Evrópukeppninni í sumar.
Atli Jóhannsson í leik með KR-ingum í Evrópukeppninni í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Atli Jóhannsson sem hefur leikið með KR-ingum undanfarin þrjú ár mun ekki leika með liðinu á næstu leiktíð. Þetta kemur fram á vef félagsins.

Atli kom til KR-inga frá ÍBV fyrir leiktíðina 2007. Meiðsli voru að angra Eyjamanninn fyrstu tvö árin en samtals lék Atli 72 leiki fyrir KR í öllum keppnum og skoraði í þeim 6 mörk. Atli kom við sögu í 17 leikjum KR í Pepsi-deildinni í sumar og skoraði í þeim 1 mark.

Ekki er vitað með hvaða liði Atli kemur til með að spila á næstu leiktíð en ekki er ólíklegt að ÍBV reyni að endurheimta miðjumanninn en Eyjamenn hafa verið að safna liði að undanförnu og fengu í síðustu viku Tryggva Guðmundsson frá FH.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka