Upp úr sauð í Breiðholtinu

Páll Guðlaugsson þjálfari Fjarðabyggðar.
Páll Guðlaugsson þjálfari Fjarðabyggðar. mbl.is/Golli

Upp úr sauð eftir leik ÍR og Fjarðabyggðar í 1. deild karla í knattspyrnu í dag. Pétur Guðmundsson dómari leiksins gaf leikmönnum og þjálfurum Fjarðabyggðar þrisvar sinnum rauða spjaldið og átta sinnum gula spjaldið.

Fjarðabyggð fékk fjórar áminningar og ÍR eina á meðan leiknum stóð. Það var hins vegar eftir leikinn sem spjöldunum hreinlega rigndi.

Samkvæmt heimildum mbl.is voru leikmenn og þjálfarar Fjarðabyggðar aðgangsharðir við dómaratríóð að leiknum loknum og héldu mótmælin áfram þegar inn í vallarhúsið var komið.

Rauðu spjöldin komu öll að leiknum loknum. Þau fengu Páll Guðlaugsson þjálfari Fjarðabyggðar ásamt leikmönnunum Grétari Erni Ómarssyni og Jóhanni Ragnari Benediktssyni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert