Leiknir á toppinn eftir sigur gegn ÍA - ÍR lagði HK

Úr leik ÍA og Fjarðabyggðar á dögunum.
Úr leik ÍA og Fjarðabyggðar á dögunum. mbl.is/Guðmundur Bjarki

Tveir leikir fóru fram í kvöld í 1. deild karla í fótbolta. Á Akranesi áttust við ÍA og Leiknir úr Reykjavík, og þar hafði Leiknir betur, 1:0. Liðið er í efsta sæti deildarinnar með 31 stig. ÍR og HK áttust við á heimavelli ÍR-inga, og þar lauk leiknum með 2:1 sigri ÍR. Fylgst var með gangi mála í leikjum kvöldsins í textalýsingu á mbl.is.

ÍA - Leiknir 0:1  - leik lokið
Kjartan Andri Baldvinsson 52. Rautt spjald: Andri Geir Alexandersson ÍA 55.

ÍR - HK 2:1 -  leik lokið
Björn Viðar Ásbjörnsson 29., Elías Ingi Árnason 83. - Samúel Arnar Kjartansson 90.

20.55: Leiknum er lokið í Breiðholti með 2.1 sigri ÍR.

20.54: Leiknum er lokið á Akranesi með 1:0 sigri Leiknis.

20.50. MARK !!! Samúel Arnar Kjartansson skorar fyrir HK eftir sendingu frá Birgi Magnússyni..

20.48. Leiknismenn voru nálægt því að skora á ný. Heimir Einarsson bjargaði á marklínu eftir skot frá Fannari Þór Arnarssyni.

20:42.MARK!!! Elías Ingi Árnason skorar fyrir ÍR eftir hornspyrnu á 83. mín. Fyrsta færi ÍR í síðari hálfleik og Elías skoraði með skoti úr miðjum vítateig eftir að HK hafði mistekist að hreinsa frá markinu.

20:38: Það eru um tíu mínútur eftir af leik ÍA og Leiknis. Það er ekkert að gerast í sóknarleik ÍA og Leiknismenn virðast vera að landa þremur stigum.

20.28. Síðari hálfleikur er hálfnaður í Breiðholtinu og ÍR-ingar eiga í vök að verjast. HK hefur sótt mun meira og heimamenn hafa varla fengi færi.

20:12: Rautt spjald: 
Örvar Sær Gíslason dómari rekur Andra Geir Alexandersson varnarmann ÍA útaf. Beint rautt fyrir að brjóta á sóknarmanni sem var sloppinn í gegn.

20.10: MARK!!! Leiknir fékk horn frá hægri. Kjartan Andri Baldvinsson tók hornspyrnuna með vinstri fæti og boltinn fór inn á markteiginn, í gegnum alla þvöguna og í fjærhornið. 

20.03: Kjartan Andri Baldvinsson á þrumuskot að marki ÍA úr aukaspyrnu. Páll Gísli varði vel. Veðrið á Akranesi er í einu orði sagt ömurlegt og menn færu ekki einu sinni í golf í þessu veðri. 

20.00 ÍR sóttu mun meira undir lok fyrri hálfleiks gegn HK á heimavelli. 

19.42: Bæði ÍA og Leiknir hafa átt fín færi á undanförnum mínútum. Gunnar Einarsson varnarmaður Leiknis bjargaði sínu liði meistaralega með því að kasta sér fyrir skot frá Ragnari Leóssyni. 

19.29: MARK!!! Björn Viðar Ásbjörnsson skorar fyrir ÍR með skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu. HK bjargaði á línu og Björn náði frákastinu og skoraði - gegn gangi leiksins. 

19.28: Úr Breiðholtinu er það að frétta að HK hefur sótt án afláts gegn ÍR á útivelli án þess skora. HK hefur átt 4-5 marktækifæri þegar 29 mínútur eru liðnar af leiknum. 

19.27: Helgi Pétur Jóhannsson átti fínan skalla að marki ÍA. Páll Gísli varði. Gestirnir úr Breiðholtinu eru miklu betri og Skagamenn eru bara heppnir að hafa ekki fengið á sig mark. 

19.25: Leiknismenn halda áfram að sækja af krafti gegn vindinum í átt að Akraneshöllinni.  Skagamenn hafa átt í vandræðum í varnarleiknum en átt eina og eina skyndisókn. 

19.15 Leiknir hefur sótt mun meira gegn ÍA þegar fimmtán mínútur eru liðnar. Veðrið á Akranesi er ekki gott. Rok og mikil rigning.

Byrjunarlið ÍA:  Páll Gísli Jónsson – Aron Ýmir Pétursson, Heimir Einarsson, Andri Júlíusson, Ragnar Leósson, Arnar Már Guðjónsson, Guðmundur Böðvar Guðjónsson, Einar Logi Einarsson, Andri Geir Alexandersson, Andri Adolphsson, Gary Martin. Varamenn: Ísleifur Guðmundsson, Hjörtur Hjartarson, Árni Ólafsson, Ólafur Valur Valdimarsson, Ragnar Þór Gunnarsson.

Byrjunarlið Leiknis: Halldór Kristinn Halldórsson, Kristján Jónsson, Aron Daníelsson, Fannar Þór Almarsson, Brynjar Hlöðversson, Kjartan Andri Baldvinsson, Helgi Pétur Jóhannsson, Eyjólfur Tómasson, Gunnar Einarsson, Vigfús Arnar Jósepsson, Steinarr Guðmundsson. Varamenn: Ólafur Hrannar Kristjánsson, Gestur Ingi Harðarson, Óttar Bjarni Guðmundsson, Hilmar Árni Halldórsson, Brynjar Benediktsson.

 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert