Aukaspyrnan hjá Carlos „eðlisfræðilegt undur“

Roberto Carlos.
Roberto Carlos. Reuters

Aukaspyrnan sem Brasilíumaðurinn Roberto Carlos tók í landsleik gegn Frökkum árið 1997 er enn til umræðu 13 árum eftir að hinn sókndjarfi vinstri bakvörður þrumaði boltanum í markið af um 35 metra færi. Án þess að Fabien Barthez markvörður Frakka kæmi vörnum við.

Franskir eðlisfræðingar hafa rýnt í eðlisfræðileg atriði varðandi markið að undanförnu í grein í vísindatímaritinu New Journal of Physics er því haldið fram að skotið sé „eðlisfræðilegt undur“.

Fyrir þá sem muna ekki eftir markinu er hægt að skoða það í þessu myndbandi. Hinn örvfætti Carlos þrumaði boltanum að því virtist 10 metrum út fyrir vinstri markstöngina en skyndilega tók boltinn að breyta um stefnu, skrúfaðist til vinstri af miklu afli, og hafnaði í markinu.

„Þarna sáum við óvænta eðlisfræðilega krafta. Boltinn skrúfast eins og í spíral og við köllum þetta „Magnúsar-áhrifin“, segir eðlisfræðingurinn David Quere sem hefur rannsakað þetta atvik.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert