Platini hrósar íslensku strákunum

Platini ásamt Katrínu Jakobsdóttur og Geir Þorsteinssyni. Myndin er tekin …
Platini ásamt Katrínu Jakobsdóttur og Geir Þorsteinssyni. Myndin er tekin af vef UEFA.

Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, hrósaði U21 landsliði Íslands í knattspyrnu karla, þegar hann hitti Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, og Geir Þorsteinsson, forseta Knattspyrnusambands Íslands, á fundi í Reykjavík í gærkvöldi. Liðið tryggði sér nýlega sæti í úrslitum Evrópumótsins í þessum aldursflokki.

Á vef evrópska knattspyrnusambandsins kemur fram, að  Platini hafi mætt á þjálfaranámskeið í Reykjavík og skoðað leikvanginn í Laugardal og Fífuna og Kórinn í Kópavogi. Platini ræddi þar við unga knattspyrnumenn og gaf eiginhandaráritanir.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert