Eingöngu Ajax í myndinni

Kolbeinn Sigþórsson fagnar marki.
Kolbeinn Sigþórsson fagnar marki. Reuters

Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, gengur til liðs við hollensku meistarana Ajax í sumar, eða verður um kyrrt hjá AZ Alkmaar í eitt ár til viðbótar. Andri Sigþórsson, bróðir hans og umboðsmaður, staðfesti við Morgunblaðið í gær að sú ákvörðun lægi fyrir. Önnur félög kæmu ekki til greina og nú réðist framhaldið af því hvort Ajax og AZ næðu saman um kaupverð á Kolbeini.

„Niðurstaðan er sú að það sé hárrétt skref hjá Kolbeini á hans ferli að ganga til liðs við Ajax en hugsa ekki um England eða Þýskaland að svo stöddu. Ég hef enga trú á öðru en að félögin nái saman og finni lausn sem kemur sér vel fyrir alla aðila. Mér finnst afar ólíklegt að AZ taki áhættuna á því að missa hann frá sér án greiðslu eftir eitt ár. Kolbeini líður hinsvegar vel hjá AZ og af hans hálfu er ekkert því til fyrirstöðu að vera þar eitt tímabil enn ef með þarf,“ sagði Andri.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert