„Ekkert benti til þess að við myndum tapa“

Ólafur Jóhannesson þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu var eðlilega hundsvekktur með að tapa fyrir Dönum 2:0 á Laugardalsvelli í kvöld. Sérstaklega í ljósi þess að vikan og undirbúningur liðsins hafi verið mjög góður fyrir leikinn. Ísland er enn með eitt stig eftir fimm leiki í undankeppninni fyrir Evrópumótið.

„Það var ekkert sem bennti til þess að við myndum tapa fyrr en þeir skoruðu fyrsta markið.“

Þá fannst undirrituðum danska liðið eiga í erfiðleikum þegar það íslenska pressaði framarlega á vellinum. Ólafur var sammála því en sagði jafnframt. „Við getum ekki pressað í 90 mínútur en reyndum þess í stað hólfa leikinn niður eftir því hvenær við myndum pressa á þá.“

Ólafur Jóhannesson til vinstri á myndinni sagði andann og hugarfar …
Ólafur Jóhannesson til vinstri á myndinni sagði andann og hugarfar leikmannanna gott. Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert