Björn færður yfir í A-liðið

Björn Bergmann Sigurðarson skorar fyrir 21-árs liðið gegn Belgum.
Björn Bergmann Sigurðarson skorar fyrir 21-árs liðið gegn Belgum. mbl.is/Kristinn

Björn Bergmann Sigurðarson, sóknarmaður Lilleström og 21-árs landsliðsins í knattspyrnu, var í gær kallaður inní A-landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Kýpur í undankeppni EM sem fram fer á Laugardalsvellinum annað kvöld. Björn spilar því ekki með 21-árs liðinu gegn Noregi á morgun en hann gerði bæði mörk þess í 2:1-sigri á Belgíu á fimmtudaginn.

Hann kemur í staðinn fyrir Rúrik Gíslason sem lék gegn Norðmönnum á föstudagskvöldið en fékk sitt annað gula spjald og verður í leikbanni gegn Kýpur.

Stefán Logi Magnússon markvörður verður líka í banni og Hannes Þór Halldórsson leysir hann af í markinu. Haraldur Björnsson úr Val er kominn í hópinn í staðinn fyrir Stefán Loga.

Kristján Örn Sigurðsson bætist einnig í hópinn en hann var í banni gegn Noregi. Ekki veitir af því tvísýnt er með báða miðverðina sem léku í Ósló. Sölvi Geir Ottesen er tæpur vegna álags en óvíst er að bakið á honum þoli tvo leiki með svona stuttu millibili. Indriði Sigurðsson var veikur í gær og því ekki öruggt um þátttöku hans í landsleiknum annað kvöld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert