Gunnlaugur tryggði Íslendingum stig

Oliver Sigurjónsson var í íslenska liðinu í kvöld.
Oliver Sigurjónsson var í íslenska liðinu í kvöld. mbl.is/Ómar

Íslenska U17 ára landslið karla í knattspyrnu gerði í kvöld 2:2 jafntefli við Dani í fyrsta leik sínum í milliriðli Evrópumótsins en riðillinn er leikinn í Skotlandi.

Daði Bergsson, Þrótti Reykjavík, og Gunnlaugur Birgisson, úr Breiðabliki sem gengur í raðir Club Brügge í sumar, skoruðu mörk íslenska liðsins sem jafnaði tvívegis metin en Gunnlaugur tryggði Íslendingum stig þegar hann skoraði á 75. mínútu, þremur mínútum eftir að hafa komið inná sem varamaður.

Í hinum leik riðilsins höfðu Skotar betur gegn Litháum, 1:0.

Íslensku strákarnir mæta Skotum á fimmtudaginn og gegn Litháum á sunnudaginn en efsta þjóðin vinnur sér keppnisréttinn í úrslitakeppnina sem fram fer í Slóveníu í sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert