Ætla að spila fyrir Ísland

Aron Jóhannsson á skotskónum.
Aron Jóhannsson á skotskónum. mbl.is/www.agf.dk

„Ég á ekki von á að spila fyrir Bandaríkin en ef ég verð í einhverju „frosti“ hjá íslenska A-landsliðinu það sem eftir er ævinnar þá kannski hugsar maður sig um.“

Þetta sagði knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson, leikmaður AGF og markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar, léttur í bragði við Morgunblaðið í gær. Þá hafði birst viðtal við hann á vefsíðu New York Times þar sem fjallað var um möguleikann á að hann spilaði fyrir Bandaríkin í framtíðinni, en Aron fæddist í Bandaríkjunum þar sem foreldrar hans voru við nám og er því með tvöfalt ríkisfang.

„Það væri kannski erfitt að neita ef lifandi goðsögnin Jürgen Klinsmann myndi hringja en ég segi það kannski meira í gríni,“ sagði Aron en Þjóðverjinn Klinsmann þjálfar nú Bandaríkin.

„Ég hef svo sem aldrei hugsað út í þetta. Markmið mitt hefur alltaf verið að spila fyrir íslenska landsliðið og það er áfram markmið mitt í dag,“ segir Aron í viðtali í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Sjá viðtal við Aron í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert