Messi með tvö og Barcelona setti met

Alex Song með boltann í leiknum í kvöld en hann …
Alex Song með boltann í leiknum í kvöld en hann skoraði eitt marka Barcelona. AFP

Lionel Messi skoraði tvö mörk í kvöld og lagði eitt upp þegar Barcelona vann Zaragoza, 3:1, í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu. Katalóníuliðið setti með sigrinum met í deildinni en byrjun þess er nú sú besta frá upphafi.

Barcelona hefur unnið 11 leiki og gert eitt jafntefli í fyrstu tólf umferðunum, fengið 34 stig af 36 mögulegum, og bætti í kvöld met sem Real Madrid hafði náð tvisvar, haustin 1968 og 1991.

Alex Song skoraði annað mark Barcelona í leiknum, eftir sendingu frá Messi.

Atlético Madrid er með 28 stig í öðru sæti deildarinnar en mætir Granada á útivelli á morgun.

Real Madrid vann Athletic Bilbao, 5:1, og er með 26 stig í þriðja sætinu. Það telst til tíðinda að Cristiano Ronaldo lék allan tímann án þess að skora, hvað þá að leggja upp eitthvert af þessum fimm mrkum. Það fyrsta var sjálfsmark en síðan skorðu Sergio Ramos, Karim Benzema, Mesut Özil og Sami Khedira.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert