Ísland fellur niður um níu sæti á FIFA-listanum

Íslenska landsliðið á æfingu.
Íslenska landsliðið á æfingu. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fellur niður um 9 sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í morgun. Íslendingar eru nú í 98. sæti á listanum.

Af Evrópuþjóðum er Ísland í 40. sætinu.

Spánverjar eru sem fyrr í efsta sætinu en á eftir þeim koma Þjóðverjar, Argentínumenn, Englendingar, Ítalir, Kólumbíumenn, Portúgalar, Hollendingar, Króatar og Rússar, sem eru í 10. sætinu.

FIFA listinn í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert