Börnum stefnt í umhverfi áfengis

Áhorfendur á Laugardalsvelli.
Áhorfendur á Laugardalsvelli. mbl.is/Hjörtur J.

„Það er ólíðandi að stefna börnum inn í umhverfi þar sem áfengi er haft um hönd,“ segja Bindindissamtökin IOGT á Íslandi í ályktun sem send var til ÍSÍ, KSÍ og Þróttar vegna áfengissölu í tengslum við landsleik Íslands og Slóveníu á Laugardalsvelli annað kvöld.

Í ályktuninni segir að það sé óviðeigandi að íþróttafélög, Knattspyrnusamband Íslands og íþróttahreyfingin í heild taki að sér að halda kynningar sem hvetji til áfengisneyslu, hvað þá að félögin selji áfengi.

„Hvernig yrði það tryggt að þeir sem eru undir áhrifum setjist ekki undir stýri á heimleið?“ spyrja samtökin.

Þá segir að þó einhverjum finnist sjálfsagt að vera undir áhrifum áfengis á knattspyrnuleikjum séu þeir eru miklu fleiri sem kalli eftir algjöru bindindi á mannamótum þar sem börn eru með.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert