Zaragoza vann á Kanaríeyjum

Jón Arnór Stefánsson í landsleik.
Jón Arnór Stefánsson í landsleik. mbl.is/Kristinn

Jón Arnór Stefánsson og samherjar í Zaragoza knúðu fram góðan útisigur í spænsku  ACB-deildinni í dag þegar þeir sóttu lið Iberostar Tenerife heim til Kanaríeyja.

Lokatölur urðu 78:75 fyrir Zaragoza sem þar með er í 6. sæti deildarinnar með 11 sigra í 19 leikjum en lið Tenerife er í tíunda sætinu. Jón Arnór skoraði 2 stig í leiknum, tók 3 fráköst og átti eina stoðsendingu en hann spilaði í 14 mínútur.

Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í Valladolid steinlágu á heimavelli gegn Estudiantes, 59:89, í gærkvöld og sitja einir og yfirgefnir á botninum með aðeins 2 sigra í 19 leikjum. Hörður lék í tæpar 14 mínútur og skoraði 3 stig, tók eitt frákast og átti eina stoðsendingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert