„Af hverju ekki“ (myndskeið)

Björn Daníel fagnar marki sínu ásamt Sverri Inga Ingasyni og …
Björn Daníel fagnar marki sínu ásamt Sverri Inga Ingasyni og Indriða Sigurðssyni. Ljósmynd/viking.no

Björn Daníel Sverrisson, leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Viking, var að vonum ánægður með sitt fyrsta mark í norsku úrvalsdeildinni sem hann skoraði með stórglæsilegri hjólahestaspyrnu í 2:1 sigri liðsins á móti Aalesund.

„Ég vil helst fá boltann í fæturna en þegar ég fékk háa sendingu þá hugsaði ég um að gera það besta í stöðunni. Þegar ég náði svo góðri snertingu með brjóstkassanum þá hugsaði ég, af hverju ekki. Það var frábær tilfinning að sjá boltann í netinu,“ sagði Björn Daníel við fréttamenn eftir leikinn.

Í einkunnargjöf norska blaðsins Stavanger Aftenblad fékk Björn Daníel hæstu einkunn leikmanna Viking eða 8. Sverrir Ingi Ingason fékk 7, fyrirliðinn Indriði Sigurðsson 6, Steinþór Freyr Þorsteinsson 7 og Jón Daði Böðvarsson 6.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert