Nígería í alþjóðlegt keppnisbann

Nígería tók þátt á heimsmeistaramótinu í Brasilíu.
Nígería tók þátt á heimsmeistaramótinu í Brasilíu. AFP

Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA hefur bannað Nígeríu frá öllum alþjóðlegum fótbolta eftir að ríkisstjórn landsins skipti sér af málefnum knattspyrnusambandsins.

Ríkisstjórnin sagði stjórn knattspyrnusambands Nígeríu upp störfum, en reglur FIFA kveða skýrt á um að öll afskipti stjórnvalda af alþjóðlegri knattspyrnu sé bönnuð.

Bannið þýðir að ekkert lið frá Nígeríu, hvorki félagslið né landslið, geta spilað á alþjóðlegum vettvangi. FIFA var búið að gefa nígeríska knattspyrnusambandinu frest til að taka á sínum málum en ekki var gengið að því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert