Barcelona eytt 25 milljörðum í sumar

Luis Suárez alsæll í Barcelona búningnum.
Luis Suárez alsæll í Barcelona búningnum. Mynd/Barcelona.com

Eftir að spænska knattspyrnuliðið keypti belgíska varnarmanninn Thomas Vermaelen frá Arsenal í gær fyrir 15 milljónir punda hafa Börsungar líklega eytt samtals 129,3 milljónum punda í leikmannakaup í sumar.

Mest munar um Luis Suárez sem Barcelona greiddi Liverpool 75 milljónir punda fyrir. Þá fengu Börsungar franska miðvörðinn Jeremy Mathieu frá Valencia á 15,8 milljónir punda, markvörðinn Claudio Bravo frá Real Sociedad á 9,5 milljónir punda og Króatann Ivan Rakitic frá Sevilla á 14 milljónir punda.

Samtals eru þetta 129,3 milljónir sem samsvarar 25 milljörðum íslenskra króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert