Kristianstad kom sér upp í 5. sæti

Kristianstad sigraði Linköping í dag.
Kristianstad sigraði Linköping í dag. Ljósmynd/Kristianstadsbladet

Íslendingaliðið Kristianstad í Svíþjóð komst í kvöld í 5. sæti sænsku úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu eftir 1:0-sigur á Linköping í 17. umferð deildarinnar. Kristianstad hefur nú 25 stig rétt eins og Eskilstuna sem er í 6. sæti, en markatala Kristianstad er hagstæðari en hjá Eskilstuna.

Guðný Björk Óðinsdóttir var eini Íslendingurinn í byrjunarliði Kristianstad í kvöld en hún fór af velli á 68. mínútu og þá kom Elísa Viðarsdóttir inn á í hennar stað. Sif Atladóttir er meidd. Kristianstad leikur undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur og Björn Sigurbjörnsson er svo aðstoðarþjálfari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert