Grétar til starfa hjá AZ Alkmaar

Grétar Rafn Steinsson í landsleik.
Grétar Rafn Steinsson í landsleik. mbl.is/Kristinn

Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, er kominn til hollenska félagsins AZ Alkmaar og mun vinna hjá því út þetta keppnistímabil en frá þessu er greint á vef AZ.

Grétar, sem er 32 ára gamall, er kominn á kunnuglegar slóðir en hann lék með AZ frá 2005 til 2008 og hefur haldið tengslum við félagið síðan. Grétar spilaði 98 mótsleiki með félaginu, þar af 63 í hollensku úrvalsdeildinni.

Hann fór frá AZ til enska félagsins Bolton árið 2008 og spilaði 126 leiki í ensku úrvalsdeildinni á næstu fjórum árum á eftir. Hann þurfti að leggja skóna á hilluna snemma á árinu 2013 vegna þrálátra meiðsla en Grétar spilaði síðast með Kayserispor í Tyrklandi. Hann á að baki 46 landsleiki fyrir Íslands hönd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert