Illa farið með Dani í Frakklandi

Morten Olsen landsliðsþjálfari Dana.
Morten Olsen landsliðsþjálfari Dana. AFP

Morten Olsen landsliðsþjálfari Dana var óánægður gestgjafa sína Frakka en liðin mætast á sunnudag í vináttulandsleik. 

Lið Dana átti að æfa á vellinum hjá Saint Etienne en á síðustu stundu var því breytt og Danirnir sendir á lítt þekktan völl sem var að sögn Dana, allur úti í holum sem gerði venjulegar æfingar fyrir Dani erfiðar.

„Við höfum átt nokkur samtöl við Saint-Etienne og franska knattspyrnusambandið um að fá að æfa hjá þeim. Svo breyta þeir þessu á síðustu stundu og láta okkur í þessar aðstæður. Þetta segir eitthvað um svokallaða gestrisni þeirra,“ sagði Olsen við TV2.

„Hefðum við vitað þetta hefðum við bara verið áfram í Árósum og æft þar. Þetta er algjörlega virðingarlaust,“ sagði Olsen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka