Frederik framlengdi samninginn

Frederik Schram, fyrir miðju, á æfingu 21-árs landsliðsins.
Frederik Schram, fyrir miðju, á æfingu 21-árs landsliðsins. mbl.is/Ómar

Frederik Schram, varamarkvörður danska knattspyrnuliðsins Vestsjælland og einn markvarða íslenska 21-árs landsliðsins, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2017.

Frederik, sem er tvítugur, kom til Vestsjælland frá OB í september, vegna meiðsla markvarðar hjá félaginu, og samdi út þetta keppnistímabil.

„Við erum stoltir og yfir okkur ánægðir með að geta samið við Frederik til tveggja ára í viðbót. Hann er geysilega efnilegur markvörður og við viljum gjarnan taka þátt í því að stuðla að frekari framförum hans. Frá því hann kom til félagsins hefur hann sýnt gífurlegan vilja og hug til þess að bæta sig og er með frábært hugarfar. Ég spái honum bjartri framtíð," sagði Jacob Gaxe Gregersen, íþróttastjóri  Vestsjælland, á vef félagsins.

Frederik hefur alltaf búið í Danmörku en spilað með yngri landsliðum Íslands á undanförnum árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert