Marklínutækni tekin upp í Frakklandi

Edinson Cavani er franskur meistari með PSG
Edinson Cavani er franskur meistari með PSG AFP

Útlit er fyrir að marklínutækni verði tekin upp í efstu deild í Frakklandi á næstu leiktíð eftir því sem fram kemur hjá Le Figaro í morgun. 

Þar er haft eftir talsmanni samtaka 1.deildarfélaga, Frédéric Thiriez, að þetta sé einróma ákvörðun stjórnar samtakanna sem muni standa undir kostnaði sem af uppsetningu tæknibúnaðar á 1. deildarvöllunum hlýst.  

Marklínutækni var fyrst notuð á HM í fyrra. Enska úrvalsdeildin er eina deilakeppnin sem notast við tæknina en á dagskrá er að Sería A á Ítalíu fylgi í kjölfarið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert