Barcelona var lífið

Pep Guardiola.
Pep Guardiola. AFP

Pep Guardiola knattspyrnustjóri Bayern München segir að það muni vera sérstakt að mæta sínum gömlu lærisveinum í Barcelona í undaúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en Guardiola þjálfaði Barcelona með ótrúlegum árangri á árunum 2008-2012.

Guardiola verður þó ekki eini maðurinn sem mætir sínum gömlu félögum þar sem Thiago Alcantara, miðjumaður Bayern spilaði með liðinu á síðasta tímabili.

„Þetta verður vissulega sérstakt fyrir mig, en einnig fyrir Thiago og starfslið mitt. Barcelona var lífið,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í Þýskalandi fyrir leik Bæjara við Hertha Berlín.

Ég hef ekkert slæmt að segja um minn gamla klúbb. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og mun aldrei gleyma þessum leik og þessari lífsreynslu. Það gekk vel hjá mér þar, en ég er ánægður í München nún. En trúið mér, Barcelona er sterkasta liðið,“ sagði Guardiola.

Barcelona mætir fyrrum liðsfélaga sínum hjá Barcelona á hliðarlínunni, Luis Enrique en þeir léku saman hjá félaginu á árunum 1996-2001. Hann segir hann hafa mikla mannkost, og bætti því við að hann væri „frábær náungi. Ég hlakka til að mæta honum.“

Guardiola vann spænska meistaratitilinn þrisvar sinnum með Barcelona auk þess sem hann vann Meistaradeildina árin 2009 og 2011.

Leikirnir hjá Barcelona og Bayern:

5. maí, Barcelona - Bayern München
12. maí, Bayern München - Barcelona

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert