Samherji Sverris fékk hjartastopp

Frá æfingu hjá Lokeren í vetur.
Frá æfingu hjá Lokeren í vetur. Ljósmynd/Kristján Bernburg

Gregory Mertens, leikmaður belgíska knattspyrnuliðsins Lokeren, berst fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið hjartastopp í æfingaleik með liðinu í gærkvöld.

Mertens, sem er 24 ára gamall miðvörður, hefur leikið við hlið Sverris í vörn Lokeren í nokkrum leikjum eftir að Íslendingurinn kom til félagsins um áramótin. 

Á vef Lokeren segir að honum sé haldið sofandi og ástand hans sé ennþá mjög alvarlegt. Sjúkralið Lokeren náði að koma hjarta hans af stað á ný áður en hann var fluttur á sjúkrahúsið.

Gregory hefur leikið fjölda leikja með yngri landsliðum Belgíu. Þetta er annað tímabil hans með Lokeren en áður lék hann við hlið Arnars Þórs Viðarssonar með Cercle Brugge í fjögur ár, og var þar samherji Eiðs Smára Guðjohnsens um skeið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert