„Þessi viðureign verður öðruvísi“

Lionel Messi.
Lionel Messi. AFP

Barcelona tekur á móti Bayern München á morgun klukkan 18:45 í fyrri leik undanúrslita Meistaradeildar Evrópu. Liðin mættust einnig í undanúrslitunum árið 2013 þegar Bayern sýndi mikla yfirburði og vann 7:0 samanlagt.  Bayern sigraði síðan Borussia Dortmund í úrslitum og var krýndur Evrópumeistari.

„Það var mjög sárt, en langt er liðið síðan þá. Við komum til leiks á annan hátt en síðast og þessi viðureign verður öðruvísi.“ sagði Lionel Messi, sem mun spila sinn 100. leik í Evrópu á morgun. 

Pep Guardiola, þjálfari Bayern, stýrði Barcelona í fjögur ár þar sem hann vann þrjá deildartitla og tvo Evróputitla. Hann hefur orðið þýskur meistari í bæði ár sín við stjórnvölinn hjá Bayern en hann þurfti einnig að þola slæmt tap í Meistaradeildinni þegar Bayern tapaði 5:0 samanlagt fyrir Evrópumeistara Real Madríd í undanúrslitum síðasta árs.

„Hann var með okkur lengi og við vorum þeirrar heppni aðnjótandi að vinna marga titla og upplifa margt mikilvægt. Hann er þjálfari sem kynnir sér allt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert