Figo hættir við forsetaframboð – Þetta er einræði

Luis Figo.
Luis Figo. AFP

Luís Figo, ein af goðsögnum Portúgal í knattspyrnu, hefur ákveðið að draga framboð sitt í forsetakjöri Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, til baka.

Figo vonaðist til að steypa Sepp Blatter af stóli, en ástæða þess að Figo hætti við framboð er að hann segir kosningakerfið þannig gert að það veiti forsetanum of mikil völd. „Í FIFA ríkir algjört einræði,“ sagði Figo í yfirlýsingu.

Figo er annar frambjóðandinn á jafnmörgum dögum sem dregur framboð sitt til baka, en í gær ákvað Michael van Praag, forseti hollenska knattspyrnusambandsins, að gera slíkt hið sama. Hann hefur lýst yfir stuðningi við prinsinn Ali bin al-Hussein sem er nú einn eftir gegn Blatter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert