Hópur Tékka gegn Íslandi klár

Tomás Rosický er að sjálfsögðu í tékkneska hópnum.
Tomás Rosický er að sjálfsögðu í tékkneska hópnum. AFP

Pavel Vrba, þjálfari tékkneska landsliðsins í knattspyrnu, valdi fjóra markverði en aðeins tvo framherja í leikmannahóp sinn fyrir stórleikinn við Ísland á Laugardalsvelli 12. júní, í undankeppni EM karla.

Hópurinn er svipaður þeim sem vann Ísland 2:1 á heimavelli í haust. Þó er Daniel Pudil, sem lék í byrjunarliðinu, ekki með en Vrba sagði langt síðan að tímabilinu lauk hjá Pudil með Watford í ensku B-deildinni. Hið sama á við um liðsfélaga hans, Matej Vydra.

Skærustu stjörnur liðsins, Petr Cech og Tomás Rosický, eru sem fyrr í hópnum. Vrba var að sjálfsögðu spurður út í valið á fjórum markvörðum, en vanalega eru þrír markverðir í hópnum. Sagði hann að liðið yrði án Petr Cech og Tomás Vaclík fyrstu þrjá daga undirbúningsins, og að eftir það yrði Ales Hruska eða Tomas Grigar að yfirgefa hópinn.

Framherjinn Milan Skoda, sem hefur skorað 19 mörk í 27 leikjum á tímabilinu í Tékklandi, komst ekki í hópinn.

„Í sókninni var ég í miklum vafa varðandi það hvort ég veldi Tomás Necid eða Milan Skoda. Á endanum græddi Thomas á því að hafa verið með okkur nokkrum sinnum áður, en Skoda er svo sannarlega nálægt því að fá tækifæri,“ sagði Vrba.

Leikmannahópurinn:

Markmenn:
Petr Čech 20. 5. 1982 Chelsea FC 113/0
Tomas Grigar 1. 2. 1983 FK Teplice 3/0
Ales Hruska 23.11. 1985 FK M. Boleslav 0/0
Tomáš vaclík 29. 3. 1989 FC Basel 3/0

Varnarmenn: Theodor Gebre Selassie 12.24 1986 Werder Bremen 30/1
Pavel Kadeřábek 25. 4. 1992 AC Sparta Prag 7/1
Michal Kadlec 13.12 Fenerbahce 60/8
Jan Kovarik 19. 6. 1988 FC Viktoria Plzen 0/0
Marek Suchy 29. 3. FC Basel 20/0
David Limberský 06.10 1993 FC Viktoria Plzeň 31/0
Vaclav Prochazka 8. 5. 1984 FC Viktoria Plzeň 9/0
Tomas Sivok 15. 9. 1983 Besiktas 48/4

Miðjumenn: Vladimír Darida 8. 8. 1990 SC Freiburg 24/0
Bořek Dočkal 30. 9. 1988 AC Sparta Prag 16/5
Vaclav Kadlec 20. 5. 1992 AC Sparta Prag 11/2
Daniel Kolar 27.10 1985 FC Viktoria Plzeň 23/2
Jan Kopic 4. 6. 1990 FK Baumit Jablonec 1/0
Ladislav Krejci 5. 7. 1992 AC Sparta Prag 13/2
Vaclav Pilar 13.10 1988 FC Viktoria Plzeň 21/5
Jaroslav Plasil 5. 1. 1982 Girondins Bordeaux 93/6
Tomáš Rosický 04/10 1980 Arsenal FC 99/22
Lukas Vacha 13. 5. 1989 AC Sparta Prag 7/0

Sóknarmenn: David Lafata 18. 9. 1981 AC Sparta Prag 35/8
Tomas Necid 13. 8. 1989 PEC Zwolle 30/8
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert