Sonur Eiðs Smára til Espanyol

Eiður Smári Guðjohnsen er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sem …
Eiður Smári Guðjohnsen er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur átt, svo synir hans eiga ekki langt að sækja hæfileikana. mbl.is/Golli

Andri Lúkas Guðjohnsen, 13 ára gamall sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, er á leið í raðir spænska knattspyrnufélagsins Espanyol.

Ólöf Einarsdóttir, móðir Eiðs, greindi frá þessu í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í dag. Í gær bárust fréttir af því að yngri bróðir Andra, hinn níu ára gamli Daníel Tristan, hefði samið við Barcelona. Fjölskyldan hefur búið í Barcelona frá því að Eiður gekk í raðir spænska stórveldisins frá Chelsea á sínum tíma, og Espanyol er einmitt staðsett í borginni.

Þriðji bróðirinn og sá elsti, hinn 17 ára Sveinn Aron Guðjohnsen, á svo í samningaviðræðum við Groningen í Hollandi eftir að hafa verið til reynslu hjá liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert