Hiddink staðfestir brotthvarf sitt

Guus Hiddink.
Guus Hiddink. AFP

Guus Hiddink staðfesti í kvöld að hann væri hættur störfum sem þjálfari hollenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Í morgun fullyrti De Telegraaf að hann væri á förum úr starfi.

Hiddink stýrði hollenska liðinu í tíu leikjum og það tapaði fimm þeirra, sem er versta útkoma liðsins um langt árabil. Holland er aðeins í þriðja sæti í sínum riðli í undankeppni EM, á eftir Íslandi og Tékklandi.

„Mér þykir leitt að þetta skyldi fara svona. Það var mikill heiður að þjálfa landslið Hollands á ný og ég óska eftirmanni mínum alls góðs í baráttunni um sæti í lokakeppni Evrópumótsins," sagði Hiddink í yfirlýsingu.

Holland tekur á móti Íslandi í næsta leik sínum í undankeppni EM í Amsterdam 3. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert