Eina markmiðið að komast á EM

Danny Blind.
Danny Blind. AFP

Danny Blind, sem í dag var ráðinn landsliðsþjálfari Hollendinga í stað Guus Hiddink, segir aðal markmið sitt sé að tryggja Hollendingum sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakklandi á næsta ári.

„Ég ásamt aðstoðarmönnum mínum og leikmönnum ætlum að vinna hörðum höndum að því að vinna okkur sæti á EM. Þetta er mitt eina markmið núna. Nú horfi ég ekki til baka heldur horfi fram á veginn, komast á Evrópumótið,“ segir Blind á vef hollenska knattspyrnusambandsins.

Fyrsti leikur Blind með hollenska landsliðið verður leikur gegn Íslendingum í undankeppni Evrópumótsins á Amsterdam Arena þann 3. september en Hollendingar eru í þriðja sæti riðilsins. Íslendingar tróna á toppi riðilsins með 15 stig, Tékkar hafa 13, Hollendingar, 10, Tyrkir 8, Lettar 3 og Kasakar reka lestina með 1 stig.

Blind hef­ur verið aðstoðarþjálf­ari Hidd­ink í undan­keppn­inni en átti að taka við liðinu eft­ir Evr­ópu­mótið í Frakklandi á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert