Aron fékk ekki tækifæri í Nashville

Fyrsta mark bandaríska liðsins í kvöld, sem var sjálfsmark.
Fyrsta mark bandaríska liðsins í kvöld, sem var sjálfsmark. AFP

Aron Jóhannsson fékk ekki tækifæri til að spreyta sig með bandaríska landsliðinu í knattspyrnu í kvöld þegar það sigraði Guatemala, 4:0, í vináttulandsleik sem áður var í Nashville í Tennessee, að viðstöddum 45 þúsund áhorfendum, en honum var að ljúka.

Aron sat á varamannabekknum hjá Jürgen Klinsmann allan tímann þrátt fyrir sex innáskiptingar í leiknum.

Gestirnir skoruðu sjálfsmark eftir 20 mínútna leik og eitt mark skildi liðin að í hálfleik. Timothy Chandler, Clint Dempsey, úr vítaspyrnu, og Chris Wondolowski bættu við mörkum í seinni hálfleiknum.

Bandaríska liðið býr sig undir Gullbikarinn, úrslitakeppni meistaramóts Norður- og Mið-Ameríku, en það mætir Hondúras í fyrsta leik aðfaranótt næsta miðvikudags í Frisco í Texas. Í riðlinum eru einnig lið Haiti og Panama.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert