Matthías lék sinn fyrsta leik fyrir Rosenborg

Matthías ásamt Stig Inge Björnebye framkvæmdastjóra Rosenborg.
Matthías ásamt Stig Inge Björnebye framkvæmdastjóra Rosenborg. Ljósmynd/rbk.no

Fjölmargir leikir fóru fram í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld, en Rosenborg, Krasnodar og AZ Alkmaar eru í vænlegri stöðu fyrir seinni leikina.

Rosenborg sigraði Debrecen 3:2 í Ungverjandi í kvöld, en Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn í vörninni hjá norska liðinu á meðan Matthías Vilhjálmsson fékk að spreyta sig undir lok hans er hann kom inná fyrir norska framherjann, Alexander Söderlund.

Matthías var þarna að leika sinn fyrsta leik í treyju liðsins, en hann kom til félagsins frá Start á dögunum.

Ragnar Sigurðsson og liðsfélagar hans í FC Krasnodar unnu 2:0 sigur á Slovan Bratislava á heimavelli. Ragnar lék allan leikinn í hjarta varnarinnar.

Aron Jóhannsson kom þá inná sem varamaður í 2:0 sigri AZ Alkmaar á Istanbul Basaksehir, en hann var nýlega að spila á Gullmótinu með bandaríska landsliðinu.

Haukur Heiðar Hauksson sat allan tímann á varamannabekknum hjá AIK er liðið tapaði 3:1 heima fyrir Astromitos. Hjálmar Jónsson var í sama hlutverki svo er Gautaborg tapaði 2:1 fyrir Belenenses frá Portúgal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert