Sara Björk fær þriðja þjálfarann á tólf dögum

Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Sænska meistaraliðið FC Rosengård sem Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með fékk í dag nýjan þjálfara þegar Jack Majgaard Jensen tók við liðinu.

Jensen er raunar þriðji þjálfari liðsins á tólf dögum. Mark Tilly sem hefur verið aðalþjálfari fór í leyfi vegna veikinda í fjölskyldu sinni á dögunum en þá tók Therese Sjögran við taumunum til bráðabirgða. Hún lagði skóna á hilluna í síðasta mánuði eftir afar farsælan feril.

Sjögran lék 214 lands­leiki fyr­ir Svía, varð fjór­um sinn­um sænsk­ur meist­ari, og vann silf­ur og brons á HM og EM með Sví­um. Hún tekur við starfi íþróttastjóra hjá Rosengård eftir helgi, en hljóp í skarð þjálfara fram að ráðningu Jensen.

Jack Jensen samdi við Rosengård út nóvember, en það er möguleiki að hann verði lengur. Hann var síðast þjálfari karlaliðs Lyngby í karlaflokki, en hefur verið áður verið unglingaþjálfari Malmö í Svíþjóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert