Glæsileg endurkoma Elmars og félaga

Theódór Elmar Bjarnason lék allan leikinn í sigri AGF á …
Theódór Elmar Bjarnason lék allan leikinn í sigri AGF á Randers. mbl.is / Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Theódór Elmar Bjarnason, leikmaður AGF, mætti sínum gömlu félögum í Randers í þriðju umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í dag. Lokatölur í leiknum urðu 3:2 fyrir AGF sem lentu 2:0 undir í leiknum. Theódór Elmar lék allan leikinn með AGF sem eru með sjö stig eftir þrjá leiki, tveimur stigum á eftir toppliði Midtjylland.

Randers hóf leikinn mun betur og var með tveggja marka forystu eftir um það bil hálfltíma leik. Leikmenn AGF sýndu hins vegar mikinn karakter og minnkuðu muninn þegar rúmur klukkutími var liðinn af leiknum. 

Skömmu síðar var einum leikmanni Randers vikið af velli og AGF nýtti sér liðsmuninn og tryggði sér sigurinn með tveimur mörkum á síðasta korteri leiksins. Randers endaði svo með níu leikmenn inni á velliinum, en annar leikmaður liðsins var sendur af velli undir lok leiksins. 

Kim Aabeck skoraði tvö mörk fyrir AGF og Stephan Petersen eitt.

Það andar köldu á milli þessara tveggja liða og Theódór Elmar var afar óvinsæll hjá stuðningsmönnum Randers eftir að hann tilkynnti um vistaskipti sín til AGF. Þessi dramatíski sigur AGF á Randers lægir líklega ekki þær óánægjuöldur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert