Rúnar kom Sundsvall á bragðið

Rúnar Már Sigurjónsson í búningi Sundsvall.
Rúnar Már Sigurjónsson í búningi Sundsvall. Mynd/Heimasíða Sundsvall.

Rúnar Már Sigurjónsson var á skotskónum fyrir GIF Sundsvall þegar liðið vann öruggan heimasigur á Hammarby, 3:0, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Rúnar Sundsvall á bragðið þegar hann skoraði framhjá Ögmundi Kristinssyni í marki Hammarby á 61. mínútu, og sú forysta var tvöfölduð einungis fjórum mínútum síðar áður en sigurinn var innsiglaður í uppbótartíma.

Þetta var þriðja mark Rúnars fyrir Sundsvall á tímabilinu sem komst með sigrinum upp í tólfta sæti deildarinnar eftir að hafa setið í þriðja neðsta sætinu. Rúnar spilaði allan leikinn ásamt Jóni Guðna Fjólusyni. Líkt og Ögmundur spilaði Birkir Már Sævarsson sömuleiðis allan leikinn hjá Hammarby sem er í ellefta sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert