Gunnar lærir þjóðsönginn (myndskeið)

Gunnar, Andri litli bróðir hans, og foreldrar strákanna stilla sér …
Gunnar, Andri litli bróðir hans, og foreldrar strákanna stilla sér upp fyrir myndatöku. Ljósmynd/Twitter

Eins og fram kom í gær mun Ísland eiga fulltrúa í hópi þeirra barna sem leiða leikmenn Hollands og Íslands inn á Amsterdam Arena í kvöld, í stórleiknum í A-riðli undankeppni EM karla í knattspyrnu.

Strákurinn heitir Gunnar Eggink og er átta ára gamall, búsettur í Hollandi. Gunnar á íslenska móður, Helgu Garðarsdóttur, og hollenskan föður.

Hluti af undirbúningnum hjá Gunnari fyrir kvöldið hefur falist í því að læra íslenska þjóðsönginn, svo hann geti tekið undir með strákunum í íslenska landsliðinu og þeim 3-4 þúsund íslensku áhorfendum sem verða á vellinum. Hollensk sjónvarpsstöð hefur fylgt Gunnari og fjölskyldu hans eftir í dag og birti myndbrot af söngæfingum dagsins:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert