„Rauða spjaldið gerði okkur erfitt fyrir“

Wesley Sneijder var allt annað en sáttur í leikslok í …
Wesley Sneijder var allt annað en sáttur í leikslok í kvöld. KRISTINN INGVARSSON

Wesley Sneijder átti erfitt með að leyna óánægju sinni eftir ósigur Hollands gegn Íslandi í undankeppni Evrópumóts landsliða á Amsterdam ArenA í kvöld. Tap Hollands í kvöld setur liðið í afskaplega erfiða stöðu. Holland verður að vinna þá þrjá leiki sem liðið á eftir í undankeppninni og það eitt og sér dugar ekki ef Ísland nælir sér í eitt stig. 

„Það var ekkert sem var að valda okkur áhyggjum þangað til að rauða spjaldið kom. Það var klaufalegt hjá okkur að færa þeim markið með því að brjóta á þeim í vítaspyrnunni. Þetta er virkilega ergjandi, sagði Wesley Sneijder, leikmaður Hollands, í viðtali við De Telegraaf eftir leikinn í kvöld.   

„Þeir breyttu engu í leikstíl sínum frá því í fyrri leiknum. Eftir að við urðum manni færri varð allt erfiðara og gerði okkur erfitt um vik. Við hefðum aldrei átt að hleypa þeim í þá stöðu sem upp kom í aðdragana vítaspyrnudómsins,“ sagði Wesley Sneijder enn fremur.

„Við verðum bar að gjöra svo vel og vinna þá leiki sem eftir eru. Ef að við gerum það ekki höfum við ekkert erindi til Frakklands á næsta ári. Við verðum að vona að Arjen Robben verði klár í tæka tíð fyrir leikinn gegn Tyrkjum á sunnudaginn kemur. Fjarvera Robben gerir okkur bitlausari í sóknarleiknum,“ sagði Wesley Sneijder að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert