Steinþór og Aron Elís í hetjuhlutverkum

Aron Elís Þrándarson í búningi Aalsund.
Aron Elís Þrándarson í búningi Aalsund. Ljósmynd/aafk.no

Íslendingar voru áberandi í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en einn Íslendingaslagur fór fram auk þess sem tveir Íslendingar voru á skotskónum.

Steinþór Freyr Þorsteinsson tryggði Viking 1:0 sigur á lærisveinum Rúnars Kristinssonar hjá Lilleström, en hann var í byrjunarliðinu líkt og Indriði Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson sem báðir léku allan leikinn. Markaskorarinn Steinþór fór hins vegar af velli á 89. mínútu, en Björn Daníel Sverrisson kom inn sem varamaður á 67. mínútu.

Hjá Lilleström byrjaði Árni Vilhjálmsson, en Finnur Orri Margeirsson leysti hann af hólmi á 74. mínútu.

Þá var Aron Elís Þrándarson heldur betur hetja Álasunds þegar hann tryggði liðinu 2:1 sigur á Sandefjord. Aron Elís kom af bekknum á 40. mínútu og skoraði sigurmarkið á annarri mínútu uppbótartímans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert