Barcelona hirðir markamet af Real

Barcelona-liðið sem spilar gegn Roma í kvöld.
Barcelona-liðið sem spilar gegn Roma í kvöld. AFP

Barcelona var rétt í þessu að setja nýtt markamet í Evrópumótunum í knattspyrnu þegar Lionel Messi skoraði sitt annað mark í kvöld og kom liðinu í 5:0 gegn Roma í Meistaradeild Evrópu.

Með þessum fimm mörkum í kvöld hefur Barcelona nú skorað 1.027 Evrópumörk frá upphafi og sigldi framúr Real Madrid sem hefur gert 1.026 mörk.

Barcelona hefur enn 25 mínútur til að bæta við mörkum. Real Madrid fær svo tækifæri annað kvöld til að ná metinu til sín á ný en Madrídarliðið spilar þá við Shakhtar Donetsk í Úkraínu.

Messi og Luis Suárez eru búnir að skora tvö mörk hvor í kvöld og þá hefur Messi lagt upp mark fyrir Gerard Piqué.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert