Öryggisgæsla hert á Parc des Princes

Leikmenn PSG fagna einu af fimm mörkum sínum gegn Malmö …
Leikmenn PSG fagna einu af fimm mörkum sínum gegn Malmö í Meistaradeildinni í vikunni. AFP

Forráðamenn PSG hafa gefið út yfirlýsingu þess efnis að stuðningsmenn félagsins þurfi að búast við aukinni öryggisgæslu í kringum leik liðsins gegn Troyes á morgun. Leikurinn á morgun er fyrsti heimaleikur PSG síðan hryðjuverkaárásirnar áttu sér stað í París.  

PSG trónir á toppi deildarinnar fyrir leiki helgarinnar og mætir botnliðinu Troyes á Parc des Princes á morgun

„Aðstæðurnar við innganginn á völlinn hefur verið breytt umtalsvert,“ sagði í yfirlýsingu á vefsíðu PSG um málið.

Franska knattspyrnusambaldið setti þá reglu að stuðningsmönnum er meinað að mæta á leiki liða sinna í efstu deild í Frakklandi í kjölfar hryðjuverkaárásanna og gildir bannið fram í miðjan desember. 

Fram kemur í yfirlýsingu PSG að stuðningsmenn sem hyggjast mæta á völlinn á völlinn verði að mæta með skilríki til þess að sýna fram á auðkenni sín ætli þeir að komast inn á völlinn.  

„Óheimilt verður að fara inn á völlinn með annars vegar hjálm og hins vegar bakpoka. Þá verður öryggisgæsla á vellinum aukin frá því sem áður var. Þá munu leikmenn ekki ganga í röð með formlegum hætti inn á völlinn frá búningsklefum sínum á morgun,“ sagði enn fremur í yfirlýsingu PSG um öryggismálin í leiknum á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert