Neymar ber vitni í dómsmáli

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar mun bera vitni fyrir spænskum dómstólum í dómsmáli vegna ásakana um spillingu og fjársvik í kringum félagaskipti hans til Barcelona.

Bæði núverandi og fyrrverandi forsetar Barcelona neituðu því að hafa óhreint mjöl í pokahorninu varðandi félagaskiptin fyrir rétti í Madrid á mánudaginn var. 

Barcelona lýstu því yfir á sínum tíma að félagið hafi greitt 57 milljónir evra fyrir Neymar þegar hann var keyptur árið 2013 frá uppeldisfélagi sínu, Santos.

Foreldrar Neymar fengu drjúgan hluta kaupverðsins í sinn vasa eða um 40 milljónir evra, en Santos eftirstöðvarnar sem voru 17 milljónir evra. Foreldrar Neymar munu einnig gefa vitnisburð fyrir dómi í dag   

Spænska rannsóknarlögreglan telja hins vegar að kaupverðið hafi verið nær 83 milljónum evra og forráðamenn Barcelona hafi haldið mismuninum á því kaupverði sem gefið var upp og raunverulegu kaupverði leyndu. 

Það var brasilíska fjárfestingafélagið DIS sem átti 40% eignahlut í íþróttaréttinum Neymar sem vakti máls á fyrrgreindu misræmi. Forráðamenn DIS telja að félagið hafi orðið fyrir fjárhagslegum skaða vegna misræmisins. 

Josep Maria Bartomeu, fyrrum forseti Barcelona og eftirmaður hans Sandro Rosell mættu fyrir dómstóla í Madrid á mánudaginn var og héldu fram sakleysi sínu í málinu.

Barcelona sendi svo frá sér yfirlýsingu í kjölfarið þar sem segir eftirfarandi:

„Forsetarnir hafa haldið fram sakleysi sínu allan tímann og eru ekki áhyggjufullur þar sem þeir hafa fulla trú á því að hið sanna og rétta muni koma í ljós fyrir dómstólunum.“

Bartomeu og Rossell eru einnig ásakaðir um það í sitt hvoru málinu að hafa svikið rúmlega 13 milljónir evra undan skatti í viðskiptum tengdum félagaskiptunum, en forsetarnir neita einni sök í þeim málum.

Sandro Rosell, forseti Barcelona og Josep Maria Bartomeu, fyrrum forseti …
Sandro Rosell, forseti Barcelona og Josep Maria Bartomeu, fyrrum forseti Barcelona á leið í dómsal í Madrid í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert