Árni gæti sprungið út á næsta tímabili

Rúnar Kristinsson sem er hér ásamt Malaury Martin er að …
Rúnar Kristinsson sem er hér ásamt Malaury Martin er að undirbúa sitt annað tímabil sem þjálfari Lilleström. Ljósmynd / rb.no

Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs Lilleström í knattspynu, var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu á laugardaginn þar sem hann fór yfir sitt fyrsta tímabil sem þjálfari liðsins og framhaldið hjá félaginu.

Þar ræddi hann meðal annars frammistöðu Árna Vilhjálmssonar sem gekk til liðs við Lilleström frá Breiðablik fyrir síðasta keppnistímabil. Árni glímdi við meiðsli fyrri hluta tímabilsins, en komst í sitt fyrra form og lék vel með Lilleström á lokapretti deildarinnar.

„Árni hefur alla burði til að standa sig vel í þessari deild. Við sáum síðasta haust þegar hann var kominn í mjög gott líkamlegt stand þá lék hann mjög vel fyrir okkur. Hann lék aðeins á kantinum hjá okkur því okkur vantaði alltaf kantmann en hann fékk líka leiki sem senter,“ sagði Rúnar um stöðu Árna í viðtalinu.

„Ef þú ert ekki í 100% formi þá geturðu átt undir högg að sækja í deildinni, Árni hefur verið óheppinn með meiðsli en er allur að koma til og fær meiri tíma í sumar en hann fékk í fyrra." sagði Rúnar svo um framhaldið hjá Árna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka