Heldur rólegra umhverfi

Þjálfarinn Ole Gunnar Solskjær og Eiður Smári Guðjohnsen með nýja …
Þjálfarinn Ole Gunnar Solskjær og Eiður Smári Guðjohnsen með nýja Molde-treyju Eiðs. Ljósmynd/moldefk.no

Eiður Smári Guðjohnsen hefur búið og spilað í borgum eins og London, Barcelona, Mónakó og Aþenu á löngum ferli í fótboltanum. Hann er kominn í mun rólegra umhverfi á vesturströnd Noregs eftir að hafa samið í gær við Molde um að leika með liðinu út þetta keppnistímabil.

Molde er frá samnefndum 25 þúsund manna bæ við Romsdalsfjörð, um það bil miðja vegu milli Þrándheims og Bergen. Knattspyrnulið bæjarins hefur fest sig í sessi á seinni árum sem eitt það öflugasta í Noregi en það hefur þrisvar orðið meistari og tvisvar bikarmeistari síðustu fimm árin.

Liðið leikur á glæsilegum leikvangi, Aker Stadion, sem var byggður 1998 og að mestu fjármagnaður af útgerðarmanninum Kjell Inge Rökke. Þá hefur Molde náð eftirtektarverðum árangri í Evrópukeppni.

Sjá fréttaskýringu um Noregsleiðangur Eiðs Guðjohnsen í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert